Loksins get ég skrifað

þð er sko alveg komin tími á skrifa smá og láta vita að ég er hér enn.

Sl 6 vikur hafa verið alveg hræðilegar,en samt ekki :)  Mér nefninlega tókt hið (nánast ) ómögulega,þ 14 des korter fyrir jól var ég að vaska upp,eða réttara sagt að skola spariglösin mín.

Þá sprakk glas í höndunum á mér og í fátinu þá kreisti ég í stað þess að sleppa og glas brotið stakst á kaf í hendina á mér,hægri hendi og ég er alveg svakalega rétthent,ég held að heilahvelið sem stjórnar vinstri hendinni sé óvirkt.. en allaveg ég dreif mig á slysó,þar beið ég í 5 klukkutíma eftir taugasérfræðingi sem sagði að þetta væri í lagi og mætti bara sauma þetta,og það var byrjað að sauma,,þá tók læknirinn upp einhverja tægjur og sagði : þetta er sko ekki í lagi,og þá tók við bið eftir taugasérfræðingnum,en hann var bara fljóturí þetta skiptið.. Hann ákvaðað gera aðgerð um kvöldið (þetta var laugardagur) og ég búin að vera þarna síðan um morguninn og tuðaði út í eitt: ég á að mæta í vinnu kl 15,þangað til einhver læknirinn fékk nóg og hvæsti; þú ert ekkert að fara í vinnu. Ég var þá búin að vinna 3 vikur á þess að fá frídag,enda var gert grín að mér í vinnuni að eina leiðin sem ég sá til að fá smá hvíld væri að láta leggja mig inn á sjúkrahús :)  en allvega aðgerðin var ekki gerð fyrr en á sunnudegi og ástandið ekki gott,sinar og taugar í sundur og sett í gips frá fingurgómum upp að olnboga,,en ég var samt komin í vinnu á þriðjudegi og vann öll jólin og áramótin,,en samt hef ég átt erfitt með að skrifa mikið með gipsinu.

Dóttir mín elskuleg sá svo um allan jólaundirbúning,td að pakka inn gjöfum ,,keyra mig í búðir því ég gat ekki keyrt,,en að öðru leyti var engin jólaundirbúningur þar sem ég var að vinna allar hátíðarnar.

núna er allt komið í samt lag,að vísu er ég dofin í lófanum og þumalputtanum og verð það áfram,,en þá er bara að venjast því.

En allavega komin í form til að skrifa.

Ég var að koma af næturvakt og á að mæta aftur kl 15,,svo það er best að fara að berja sig í svefn

hef saknað ykkar mikið

meira seinna

kveðja


þreytt

Var að koma úr vinnuni eftir brjálaða næturvakt.

það er alveg með eindæmum hvað fólk er frekt,hér er ég frá mér til mín,og svo verður maður að halda ró sinni sama hvað yfir mann gengur,,arg.

Þegar ég byrjaði á stöðinni efir 13 ára fjarveru vegna flutnings í annað bæjarfélag,þá bara féllust mér hendur.

Fyri 13 árum voru ekki til farsímar,einstaka bílstjóri með NMT síma og allir skemmtistaðir lokaðir kl 0300.

Núna hringja allir í sama partíinu á bíl óháð hvað vantar marga.Og þetta eilífa: ég sé ekki út er hægt að hringja í mig Pinch eru allar byggingar gluggalausar ??

En allavega var nóttin fljót að líða Smile

Annars er ég að hugsa um að flytja lögheimilið í vinnuna,ég er miklu meira þar en heima hjá mér og það væri fínt að fá póstinn minn sendan þangað haha

en svona um annað,þá er ég að fara til systur minnar í "thanksgiving" matarboð í kvöld ( hún er gift manni frá USA) og það verður örugglega bara gaman,hitta alla fjölskylduna og borða á sig gat

Jæja ég held varla augunum opnum svo það er bet að halla sér

Ég vona að þið hafið góðan dag

kveðja og knús Heart


Ég er heppin manneskja

Vinkona mín er að missa son sinn úr krabbameini eftir stutta en harða baráttu,og hugur minn er hjá henni allar stundir,þetta er svo erfitt líka fyrir aðstandendur.

Ég hef verið báðum megin,missti kæra ömmu mína úr krabba og ég vakti yfir henni þar til yfir lauk.

Eins hef ég fengið 2 mismunandi krabbamein og var alveg hundveik,og eitt skiptið var mér halðið sofandi í öndunarvél og ekki hugað líf,eftir að hafa fengið banvæna lungnabilun.

En ég er baráttujaxl og minn tími var ekki komin.

Nú er ég búin að vera laus við sjúkdómin í 5 ár og er innilega þakklát.

Læknarnir mínir fylgjast samt vel með,og nú síðast sást í myndatöku að ég er með mikið stækkaðar nýrna hettur,og það á að setja allt á fult til að sjá hvað veldur.  ég hef lagt af heilan helling án þess að gera neitt,ekki megrun eða svoleiðis,svo nú fer ég reglulega í viktun.

Ég sagði nú við lækninn minn að sama hvað væri að mér ,hann skyldi EKKI reyna að lækna það Wink mér veitir ekkert af því að grennast Whistling

Ég var til dæmis með stoma í 7 mánuði og ég dáist að því fólki sem þarf að vera með stoma alla sína ævi

Ég var sett á örorku þar sem ég var enganvegin vinnufær,en núna hef ég góða vinnu og hef verið að vinna í 3 ár og þvílíkur munur að geta verið innan um fólk í stað þess að liggja nánast í þunglyndi heima og láta mér leiðast.

En það eru ekki allir svona heppnir því miður og mig tekur það sárt,það er alltof mikið af ungu fólki að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm

Baráttukveðjur til þeirra sem eru að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm.

 

Ég var að koma heim af næturvakt og er engan vegin tilbúin að fara að sofa,alveg glaðvakandi,enda var nóg að gera á vaktinni,brjálað veður og fengum við alveg að heyra það (ég vinn við að svara í síma á leigubílastöð Wink )

En ég held að það sé best að reyna að koma sér í bólið og reyna að sofa eitthvað því það er næturvakt aftur í kvöld.

vonandi hafið þið það sem allra best í dag

Kveðja

 

 

 


Ömmur

Já ömmur eru æðislegar,ég ólst upp hjá minni ömmu,en tímarni hafa svo sannarlega breyst.

Ég fór að hugsa um þetta þegar ein sem vinnur með mér varð amma á mánudag,þar með er hún 5 konan sem vinnur með mér sem verður amma á einu ári og við erum nú ekki svo margar sem vinnum þarna,sennilega 16,eingöngu konur Smile Og alltaf er ég jafnspent fyrir þeirra hönd og fylgist með af áhuga og hugsa jafnframt: sem betur fer er þetta ekki ég haha Grin

Sko,ég er 47 ára gömul og ég var 44 ára þegar ég átti 5 barnabörn!!

Dóttir mín á 3 og hún hefur alveg nóg með það,,sonur minn yngsti var 18 ára þegar hann eignaðist 2 í sömu vikunni,,reyndar var eitt orðið 7 mánaða þegar hann fékk að vita að hann væri pabbin og svo eignaðist hann barn með sambýliskonu sinni. hann blessaður þarf að læra að hugsa um sjálfan sig og hætta í öllu ruglinu sem hann er í,,fíkniefnum og drykkju og öllu sem því fylgir áður en hann bætir við börnum.

Sonur minn sem er 25 ára er bara ekkert að hugsa um barneignir og stelpur,vinnur bara út í eitt eins og mamma hans,,en það er nú samt alveg komin tími á hann reyndar.

Semsagt ég á 3 börn og 5 barnabörn.

En hugleiðing mín er sú,ég hef alldrei tíma til að vera að dúllast með barnabörnunum og vera með þau um helgar,ég er alltaf að vinna .

Og samviskubitið getur sko verið sárt,því þegar börn dóttur minnar voru minni þá var ég svo veik,,hef fengið tvisvar krabbamein og var langtímum saman á spítala svo þá gat ég ekkert verið með þeim.

jæja þetta er nóg í bili.

Mér tókst að sofa fram að hádegi og svo verður það bara rólegheit í tölvunni þangað til í kvöld,þá fer ég með systur minni til foreldra minna sem eru nýflutt og skoða nýja húsið,,og svo er það bara vinna til 7 í fyrramálið Woundering

Hafið þið sem allra best

 


Mín fyrsta blogg færsla

Jæja þar kom að því að ég færi að blogga sjálf.

Ég hef verið fastur lesandi af morgum blogg síðum og fyllst aðdáun af því fólki sem skrifar hispurslaust um líf sitt og tilveru,erfiða sem auðvelda.

Ég er bara "venjuleg" kona sem bý ein og elska vinnuna mína Smile það mææti flokka þetta sem vinnualki,en mér finnst bara svo gaman í vinnunni.

Það sem ég hef hugsað mér að nota þetta blogg,er að tala um líðandi stund og hafa þetta nánast sem dagbók.

Ég hlakka mikið til að kynnast ykkur hinum,því þið eruð öll æðisleg

En best að fara að sofa og reyna að sofa sem lengst á morgun því ég er að fara á næturvakt annað kvöld Sleeping

 


Um bloggið

Laufey Þorsteinsdóttir

Höfundur

Laufey Þorsteinsdóttir
Laufey Þorsteinsdóttir
Blogg um dagin og vegin,skoðanir mínar um ýmis málefni og íþróttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband