Loksins get ég skrifað

þð er sko alveg komin tími á skrifa smá og láta vita að ég er hér enn.

Sl 6 vikur hafa verið alveg hræðilegar,en samt ekki :)  Mér nefninlega tókt hið (nánast ) ómögulega,þ 14 des korter fyrir jól var ég að vaska upp,eða réttara sagt að skola spariglösin mín.

Þá sprakk glas í höndunum á mér og í fátinu þá kreisti ég í stað þess að sleppa og glas brotið stakst á kaf í hendina á mér,hægri hendi og ég er alveg svakalega rétthent,ég held að heilahvelið sem stjórnar vinstri hendinni sé óvirkt.. en allaveg ég dreif mig á slysó,þar beið ég í 5 klukkutíma eftir taugasérfræðingi sem sagði að þetta væri í lagi og mætti bara sauma þetta,og það var byrjað að sauma,,þá tók læknirinn upp einhverja tægjur og sagði : þetta er sko ekki í lagi,og þá tók við bið eftir taugasérfræðingnum,en hann var bara fljóturí þetta skiptið.. Hann ákvaðað gera aðgerð um kvöldið (þetta var laugardagur) og ég búin að vera þarna síðan um morguninn og tuðaði út í eitt: ég á að mæta í vinnu kl 15,þangað til einhver læknirinn fékk nóg og hvæsti; þú ert ekkert að fara í vinnu. Ég var þá búin að vinna 3 vikur á þess að fá frídag,enda var gert grín að mér í vinnuni að eina leiðin sem ég sá til að fá smá hvíld væri að láta leggja mig inn á sjúkrahús :)  en allvega aðgerðin var ekki gerð fyrr en á sunnudegi og ástandið ekki gott,sinar og taugar í sundur og sett í gips frá fingurgómum upp að olnboga,,en ég var samt komin í vinnu á þriðjudegi og vann öll jólin og áramótin,,en samt hef ég átt erfitt með að skrifa mikið með gipsinu.

Dóttir mín elskuleg sá svo um allan jólaundirbúning,td að pakka inn gjöfum ,,keyra mig í búðir því ég gat ekki keyrt,,en að öðru leyti var engin jólaundirbúningur þar sem ég var að vinna allar hátíðarnar.

núna er allt komið í samt lag,að vísu er ég dofin í lófanum og þumalputtanum og verð það áfram,,en þá er bara að venjast því.

En allavega komin í form til að skrifa.

Ég var að koma af næturvakt og á að mæta aftur kl 15,,svo það er best að fara að berja sig í svefn

hef saknað ykkar mikið

meira seinna

kveðja


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík óheppni!  Gott að það spýttust ekki glerbrot í augun þín!!  Farðu vel með þig og knús

Maddý (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 22:37

2 identicon

Ólánið hefur eitthvað verið að stríða þér eða hjálpa. Segi nú bara eins og maddý að þú varst heppin að fá ekki glerbrotin í augað. Hafðu það gott

Kidda (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Laufey Þorsteinsdóttir

Höfundur

Laufey Þorsteinsdóttir
Laufey Þorsteinsdóttir
Blogg um dagin og vegin,skoðanir mínar um ýmis málefni og íþróttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband