29.11.2007 | 15:26
Ömmur
Já ömmur eru æðislegar,ég ólst upp hjá minni ömmu,en tímarni hafa svo sannarlega breyst.
Ég fór að hugsa um þetta þegar ein sem vinnur með mér varð amma á mánudag,þar með er hún 5 konan sem vinnur með mér sem verður amma á einu ári og við erum nú ekki svo margar sem vinnum þarna,sennilega 16,eingöngu konur Og alltaf er ég jafnspent fyrir þeirra hönd og fylgist með af áhuga og hugsa jafnframt: sem betur fer er þetta ekki ég haha
Sko,ég er 47 ára gömul og ég var 44 ára þegar ég átti 5 barnabörn!!
Dóttir mín á 3 og hún hefur alveg nóg með það,,sonur minn yngsti var 18 ára þegar hann eignaðist 2 í sömu vikunni,,reyndar var eitt orðið 7 mánaða þegar hann fékk að vita að hann væri pabbin og svo eignaðist hann barn með sambýliskonu sinni. hann blessaður þarf að læra að hugsa um sjálfan sig og hætta í öllu ruglinu sem hann er í,,fíkniefnum og drykkju og öllu sem því fylgir áður en hann bætir við börnum.
Sonur minn sem er 25 ára er bara ekkert að hugsa um barneignir og stelpur,vinnur bara út í eitt eins og mamma hans,,en það er nú samt alveg komin tími á hann reyndar.
Semsagt ég á 3 börn og 5 barnabörn.
En hugleiðing mín er sú,ég hef alldrei tíma til að vera að dúllast með barnabörnunum og vera með þau um helgar,ég er alltaf að vinna .
Og samviskubitið getur sko verið sárt,því þegar börn dóttur minnar voru minni þá var ég svo veik,,hef fengið tvisvar krabbamein og var langtímum saman á spítala svo þá gat ég ekkert verið með þeim.
jæja þetta er nóg í bili.
Mér tókst að sofa fram að hádegi og svo verður það bara rólegheit í tölvunni þangað til í kvöld,þá fer ég með systur minni til foreldra minna sem eru nýflutt og skoða nýja húsið,,og svo er það bara vinna til 7 í fyrramálið
Hafið þið sem allra best
Um bloggið
Laufey Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk sömuleiðis
Laufey Þorsteinsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:29
Ég skil hvert orð sem þú skrifar og þakka þér fyrir emailið. Ég er búin að svara því, tvisvar vegna þess að ég fattaði ekki að ég var þegar búin að samþykkja þig. Svo þegar ég les þessa færslu þá á ég enn eitt erindi við þig og mun senda þér þriðja emailið.
Mér finnst þú skrifa heiðarlega og einlæglega, svoleiðis blogg þykja mér flottust.
Ragnheiður , 30.11.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.