30.11.2007 | 08:05
Ég er heppin manneskja
Vinkona mín er að missa son sinn úr krabbameini eftir stutta en harða baráttu,og hugur minn er hjá henni allar stundir,þetta er svo erfitt líka fyrir aðstandendur.
Ég hef verið báðum megin,missti kæra ömmu mína úr krabba og ég vakti yfir henni þar til yfir lauk.
Eins hef ég fengið 2 mismunandi krabbamein og var alveg hundveik,og eitt skiptið var mér halðið sofandi í öndunarvél og ekki hugað líf,eftir að hafa fengið banvæna lungnabilun.
En ég er baráttujaxl og minn tími var ekki komin.
Nú er ég búin að vera laus við sjúkdómin í 5 ár og er innilega þakklát.
Læknarnir mínir fylgjast samt vel með,og nú síðast sást í myndatöku að ég er með mikið stækkaðar nýrna hettur,og það á að setja allt á fult til að sjá hvað veldur. ég hef lagt af heilan helling án þess að gera neitt,ekki megrun eða svoleiðis,svo nú fer ég reglulega í viktun.
Ég sagði nú við lækninn minn að sama hvað væri að mér ,hann skyldi EKKI reyna að lækna það mér veitir ekkert af því að grennast
Ég var til dæmis með stoma í 7 mánuði og ég dáist að því fólki sem þarf að vera með stoma alla sína ævi
Ég var sett á örorku þar sem ég var enganvegin vinnufær,en núna hef ég góða vinnu og hef verið að vinna í 3 ár og þvílíkur munur að geta verið innan um fólk í stað þess að liggja nánast í þunglyndi heima og láta mér leiðast.
En það eru ekki allir svona heppnir því miður og mig tekur það sárt,það er alltof mikið af ungu fólki að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm
Baráttukveðjur til þeirra sem eru að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm.
Ég var að koma heim af næturvakt og er engan vegin tilbúin að fara að sofa,alveg glaðvakandi,enda var nóg að gera á vaktinni,brjálað veður og fengum við alveg að heyra það (ég vinn við að svara í síma á leigubílastöð )
En ég held að það sé best að reyna að koma sér í bólið og reyna að sofa eitthvað því það er næturvakt aftur í kvöld.
vonandi hafið þið það sem allra best í dag
Kveðja
Um bloggið
Laufey Þorsteinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu það sem best og góða helgi
Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.11.2007 kl. 08:42
Ég slapp betur enda á kvöldvakt í gærkvöldi hehe. Svaf svo bara í vonda veðrinu og dreymdi tómt sólskin hehe
Ragnheiður , 30.11.2007 kl. 11:53
Þú skoðar svo síðuna sem ég benti þér á, held að það eigi að virka núna annars hefurðu emailið mitt
Ragnheiður , 30.11.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.